Lífheimurinn

121 7.2 Hvernig „tala“ dýr saman? Táknmál dýranna Dýrin tala ekki saman á sama hátt og menn. Þess í stað notast þau við mismunandi merki eða tákn til þess að skilja hvert annað. Merkin geta til dæmis verið tiltekin hegðun sem lætur í ljós áhuga á dýri af gagn­ stæðu kyni eða þau gefa til kynna að dýrið hyggist ráðast á andstæðing. Við mannfólkið sendum líka hvert öðru alls kyns tákn. Hvernig þau skiljast ræðst kannski bara að þriðjungi af því sem við segjum. Hitt ræðst af raddblænum, svipbrigðunum, líkamstjáningunni og hegðun­ inni. Útlit og lögun Merki geta líka verið fólgin í mismunandi lögun og útliti. Til eru fiskar sem fylgja hákörlum eftir og tína alls konar sníkjudýr af þeim. Útlit þeirra og lögun er merki til hákarlanna og veldur því að þeir láta þá algerlega í friði. Fylgifiskarnir synda hiklaust inn í gin hákarls því að þeir vita sem er að engin hætta er á að hann éti þá. Dans og daufar lyktir Mörg félagsdýr, sem lifa saman í stórum hópum, hafa komið sér upp flóknu merkja­ kerfi til að geta skilið hvert annað. Býflugur stíga til dæmis dans inni í býkúpunni og láta þannig aðrar býflugur vita hvert þær eigi að fljúga til að finna gnægð fæðu. Dýr gefa líka merki með lykt . Maurar merkja til dæmis þær slóðir sem þeir fara með lykt til þess að rata til baka. Þeir nota líka lyktarefni og snertingu til þess að „tala“ hver við annan með fálmur­ unum. Þessi lyktarefni kallast ferómón og gegna miklu hlutverki við boðskipti milli dýra af sömu tegund. Í einu býflugnabúi geta verið 60.000 býflugur. Dýrin sinna mismunandi störfum og nota mismunandi merki til þess að tjá sig hvert við annað. Býflugnabúið er undir stjórn drottn­ ingarinnar sem sést á miðri myndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=