Lífheimurinn
120 ATFERLISFRÆÐI Endurteknar tilraunir Því þróaðri sem dýr eru þeim mun auðveldara eiga þau með að læra hluti. Mannapar, hundar, höfrungar, krákur, hrafnar og páfagaukar eru dæmi um mjög námfús dýr. Simpansar hafa til dæmis vit á því að stafla upp kössum til þess að ná í banana sem hangir í bandi hærra en þeir ná af gólfinu. Þeir gera endurteknar tilraunir þar til þeim tekst það sem þeir ætla sér. Sumir apar geta enn fremur lært einfalt táknmál og að nota verkfæri. Hundar virðast sýna mikla greind þegar þeim tekst í fyrsta sinn að opna dyr. En það er miklu fremur meðfædd eðlishvöt þeirra að hoppa sem rekur þá áfram og veldur því að húnninn ýtist niður að lokum og dyrnar opnast. Þegar hundurinn hefur áttað sig á því að dyrnar opnast man hann hvernig hann fór að því. Með endurteknum tilraunum hefur hann lært nýtt atferli. 1 Um hvað fjallar atferlisfræði? 2 Hvernig læra flestir fuglar að syngja? 3 Nefndu meðfæddan eiginleika hjá mönnum. 4 Hvað er það sem kallar fram tiltekna svörun hjá dýri? 5 Gerðu grein fyrir hæningu. Hvers vegna er það ekki heppilegt (og raunar yfirleitt ólöglegt) að halda villt dýr sem húsdýr? Höfrungar hafa orð á sér fyrir að vera einstaklega vitur dýr sem geta lært ýmsar kúnstir. Í sædýrasöfnum hrífast gestir af stórkostlegum sýningum þeirra. Höfrungar nota meðal annars mismunandi hljóð merki til þess að tala hver við annan. SJÁLFSPRÓF ÚR 7.1
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=