Lífheimurinn

119 ATFERLISFRÆÐI Að herma eftir öðrum Ungar söngfugla læra yfirleitt að syngja með því að herma eftir þeim full­ orðnu. Ef ungar alast upp fjarri fullorðnum fuglum syngja þeir öðruvísi en foreldrar þeirra. Skógarþrestir hér á landi syngja ekki eins í öllum landshlutum heldur má greina mállýskur hjá þeim. Þrestir syngja til dæmis öðruvísi í Reykjavík en á Selfossi. Sumir fuglar, til dæmis páfagaukar, krákur og starar, herma auk þess gjarna eftir hljóðum annarra fugla og dýra, jafnvel orðummanna og hljóðum frá ýms­ um tækjum. Sjálf lærum við tungumálið okkar með því að herma eftir þeim sem við umgöngumst. Börn, sem alast upp á Akureyri, hafa því svolítið annan framburð en börn í Reykjavík. Hæning á sér stað snemma ævinnar Hæning er ein tegund náms sem á sér stað snemma í lífi dýra og hún getur ekki farið fram síðar á ævinni. Hæning á sér stað meðal annars hjá fuglum og veldur því að ungarnir hænast að fuglum af sömu tegund og þeir læra að þekkja þá. Nýklaktir andarungar hænast að fyrsta hlutnum sem þeir sjá hreyf­ ast og fylgja honum síðan eftir. Venjulega sjá þeir móðurina fyrst, en þeir geta líka hænst að manni eða blöðru, ef slíkir hlutir eru þeir fyrstu sem þeir sjá þegar þeir koma úr eggi. Ungarnir fylgja þá manninum eða blöðrunni en ekki ungamömmunni. Dýr geta líka orðið fyrir félagslegri hæningu . Það er mikilvægur þátt­ ur í tamningu hvolpa að þeir séu í nánum tengslum við menn fyrstu tvo til þrjá mánuði ævinnar. Þá hænast þeir að mönnum og verða þeim leiðitamir, sérstaklega húsbónda sínum. Konrad Lorenz rann­ sakaði meðal annars hæningu hjá dýrum. Hér er hann„unga­ mamma“ nokkurra gæsarunga sem synda í humátt á eftir honum. Konrad fékk Nóbelsverðlaun árið 1973 fyrir rannsóknir sínar. Skógarþrösturinn syngur á ólíkum mállýskum eftir landshlutum. Hver fugl lærir sönginn af fullorðnum karlfugli og lærir þá sömu mállýsku og hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=