Lífheimurinn

118 ATFERLISFRÆÐI Örvun er nauðsynleg Stundum nægir áreiti ekki til þess að koma tiltekinni svörun af stað. Þá verður dýrið að verða fyrir nægilegri örvun til viðbótar. Saddur fiskur lítur til dæmis ekki við girnilegasta spúni, en hungraður fiskur bítur nánast í hvað sem er. Fiskurinn verður að vera nægilega örvaður af hungri til þess að hafa áhuga á spúninum. Ef örvunin verður nægilega mikil getur tiltekin hegðun hafist án þess að greinilegt áreiti fari á undan. Tíkur, sem hafa ekki fengið að para sig, eiga það til að þykjast vera hvolpafullar og bera þá gjarna tuskur eða aðra hluti í kjaftinum í staðinn fyrir hvolpa. Þegar allt er eðlilegt eru hvolparnir það áreiti sem vekja umhyggjuatferlið hjá tíkinni. Stundum gerist það að dýr, sem hafa fengið mikla örvun, fá ekki eðlilega útrás fyrir þá hegðun sem eðlisávísunin vekur upp hjá þeim. Dýr í dýragörðum geta að sjálfsögðu ekki farið í sínar löngu veiðiferðir sem þeim væri annars eðlilegt að fara. Í stað þess ganga þau fram og til baka í búrum sínum til þess að fá einhverja útrás og slá á eðlisávísunina. Lært atferli Margs konar atferli er ekki meðfætt heldur lærist það með aldrinum. Flest dýr geta lært nýja hegðun, til dæmis að finna fæðu af réttri gerð eða forðast hina ýmsu óvini. Dýrin læra þetta einkum með hermingu , hæningu og endurteknum tilraunum . Erum við ginnt til þess að borða sælgæti? Ef lykiláreiti er ýkt verður hegðun dýra, og við erum þá ekki undanskilin, oft ákafari en venjulega. Gosdrykkir og sælgæti eru dæmi um lykiláreiti. Köld gosflaska með freyðandi loftbólum fær okkur til þess að hugsa um kalt, frískandi uppsprettuvatn sem hvetur okkur til þess að drekka. Sykurinn og liturinn í sælgæti og gosdrykkjum eru lykiláreiti sem kalla fram þá hugsun (svörun) að þetta séu mjög heppilegar neysluvörur. Því miður hættir okkur til þess að neyta allt of mikils sykurs og fyrir vikið verðum við of þung. Mynd af ránfugli á rúðu kemur í veg fyrir að smáfuglar fljúgi á glerið. Myndin af ránfuglinum er lykiláreiti sem vekur flót­ tasvörun hjá smáfuglunum. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=