Lífheimurinn

117 ATFERLISFRÆÐI Meðfædd hegðun Meðfædd hegðun, sem kemur fram við tiltekin skilyrði, kallast eðlis­ ávísun . Dæmi um eðlisávísun er það að kátir hundar dilla rófunni og kettir skjóta upp kryppunni þegar þeir eru í árásarhug. Dýrin bregðast þá ósjálfrátt við án þess að þurfa að hugsa sig um. Hestar bregðast til dæmis við framandi hljóði með því að flýja. Þegar hængur hornsílis sér þaninn kvið hrygnu bregst hann við með því að synda kringum hana og leiða hana að hreiðrinu sem hann hefur búið til áður. Við gætum líka talið það bera vitni um klókindi hjá fuglum að fljúga suður á bóginn þegar líður að vetri, en það er bara eðlisávísun hjá far­ fuglum að leggja upp í langferðir þegar dagarnir styttast og erfiðara verður að finna æti. Ratvísi þeirra byggist líka að hluta til á hæfileikum þeirra til að læra og geta metið aðstæður. Hann er á! Flugan er það áreiti sem fær fiskinn til þess að bíta. Áreiti vekur tiltekna svörun Lykiláreiti er eitthvað sem kemur dýri til þess að bregðast við með sér­ stakri svörun. Tiltekið áreiti vekur sérstaka svörun. Lykiláreiti getur verið eitthvað sem dýrið finnur með snertingu, sér, heyrir eða finnur lykt af. Útlit spúns er dæmi um lykiláreiti. Á sama hátt og fiskur vekur meðfætt veiðieðli ránfisks vekur spúnninn veiðieðlið hjá fiskinum sem ætlunin er að veiða. Lögun og litur spúnsins er oft ýkt mynd af venjulega lykiláreitinu þannig að fiskurinn tekur enn betur. Við getum nefnt annað dæmi um lykiláreiti hjá fuglum. Þegar for­ eldrarnir lenda með æti við hreiðrið hristist það. Það er lykiláreiti sem veldur því að ungarnir opna gogginn. Opið gin unganna er svo það lykiláreiti sem vekur þá svörun foreldranna að mata ungana. Litur og lögun spúnsins leysir með­ fædda veiðihvöt úr læðingi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=