Lífheimurinn

Atferlisfræði Hvernig hegða dýr sér? Það er áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með atferli (hegðun) dýra. Þegar maðurinn lifði á veiðum var það raunar lífsnauðsynlegt. Ef menn voru vissir um hvernig dýrin myndu hegða sér við tilteknar aðstæður gátu þeir leikið á þau og aflað sér matar fyrir daginn. Fræðigreinin, sem fjallar um hegðun dýra, kallast atferlisfræði. 1 Hvers vegna heldur þú að hundar flaðri upp um fólk þegar þeir heilsa? 2 Hvers vegna heldur þú að kötturinn nuddi sér við fætur þína þegar þú kemur heim úr skólanum? 3 Hvaða kostir og hvaða ókostir geta fylgt því fyrir fiska að synda í torfu? 7 7.1 Meðfætt og lært atferli 7.2 Hvernig„tala“ dýr saman? Í BRENNIDEPLI: Maurar í þúfu • að fræðin um hegðun dýra kallast atferlisfræði • að atferli er bæði meðfætt og lært • að það þarf að örva fisk til þess að bíta á • að karlfuglar syngja til þess að lokka til sín kvenfugla • að dýr„tala saman“, tala hvert við annað á margvíslegan hátt • að óðal er svæði sem dýr helga sér og verja fyrir öðrum 115 Simpansar eru ná­ skyldir mönnum og hafa, eins og menn, þörf fyrir nána snertingu. Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=