Lífheimurinn
113 DÝR SAMANTEKT 6.6 6.7 6.8 6.9 6.10 Flest skriðdýr verpa eggjum. Hvalir eru spendýr eins og við. Frumfuglinn líktist eðlu. Fiðrildi greina lykt með stórum fálmurum sínum. Liðdýr – fjölbreyttasti hópur lífvera • Skordýr eru liðdýr og til eru fleiri tegundir skordýra en af nokkrum öðrum hópi dýra. • Öll skordýr hafa sex fætur og vel þroskuð skynfæri. Dýrin hafa bæði samsett augu og depilaugu. • Skordýr taka ófullkominni eða fullkominni myndbreytingu. • Skordýr, sem lifa saman í samfélögum, kallast félagsskordýr. Maurar, hunangsflugur og býflugur eru dæmi um slík dýr. Fiskar – fyrstu hryggdýrin • Fiskar voru fyrstu hryggdýrin sem komu fram við þróun lífvera. Stærstu hópar þeirra eru brjóskfiskar og beinfiskar. • Fiskar anda með tálknum og eru misheit dýr. • Flestir fiskar hafa ytri frjóvgun þar sem svil hængsins frjóvga hrogn hrygnunnar í vatni. Froskdýr og skriðdýr • Froskar, körtur og salamöndrur eru froskdýr. Þessi dýr eru öll misheit. • Froskdýr eru láðs- og lagardýr sem geta dvalið bæði í vatni og á landi. Þau geta andað með lungum eða húðinni. • Skjaldbökur, krókódílar, slöngur og eðlur eru skriðdýr. • Skriðdýr hafa lagað sig betur að lífi á landi en froskdýrin. • Skriðdýr hafa innri frjóvgun og eru misheit dýr. Fuglar – frá skriðdýrum til fleygra dýra • Fuglar eru jafnheit dýr. Þeir geta sjálfir stýrt líkamshita sínum. • Fuglar hafa létta beinagrind og mjög öfluga öndun. • Karlfuglar margra tegunda syngja til að laða til sín kvenfugla og fæla aðra karlfugla frá. Karlfuglarnir eru oft mjög skrautlegir. • Margir fuglar fljúga til heitari landa á haustin. Þeir eru kallaðir farfuglar en þeir fuglar sem verða eftir eru staðfuglar. Spendýr – við og ættingjar okkar • Nefdýr, pokadýr og fylgjudýr eru spendýr. • Ungar spendýra nærast á mjólk úr móður sinni. • Spendýrin eru jafnheit dýr og lifa alls staðar á jarðarkringlunni. • Maðurinn er eitt spendýranna. Sæhesturinn er fiskur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=