Lífheimurinn

112 DÝR SAMANTEKT 6.1 6.2 6.3 6.4 6.5 Skriðdýr eru misheit dýr. Brekkubobbi er einn fárra land­ snigla á Íslandi sem hafa kuðung. Ekta þvottasvampur. Rykmaurar lifa í híbýlum manna. Ánamaðkar auðga jarðveg. Veröld stórkostlegra dýra • Á jörðinni þekkist meira en ein milljón dýrategunda. • Dýr skiptast í hryggleysingja og hryggdýr. • Fiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr eru hryggdýr. • Liðormar, svampdýr, holdýr, lindýr, skrápdýr og liðdýr eru hryggleysingjar. • Þau dýr, sem lifa á landi, eiga sér forfeður sem lifðu í sjó. Sú breyting hefur leitt til mikillar aðlögunar dýranna. • Flest landdýr hafa innri frjóvgun. Mörg þeirra eru misheit dýr, en þá fylgir líkamshitinn hitanum í umhverfinu. • Fuglar og spendýr eru jafnheit dýr. Þau stýra líkamshitanum sjálf. Svampdýr og holdýr • Svampdýr festa sig við botn og vaxa þar. Flest lifa í höfunum en nokkrar tegundir lifa í fersku vatni. • Þvottasvampurinn, sem notaður er til þvotta, er stoðgrind svampdýrs. • Marglyttur og kóraldýr eru holdýr. Þau lifa í höfunum. • Kóraldýrin hafa byggt upp stór og mikil rif í höfunum þar sem margar tegundir fiska og annarra dýra lifa. Lindýr og skrápdýr • Smokkar (kolkrabbar og smokkfiskar), sniglar og samlokur eru lindýr. • Sumir sniglar hafa kuðung en aðrir ekki. Samlokur hafa um sig tvær skeljar. • Krossfiskar, ígulker og sæbjúgu eru skrápdýr. Ormar – sníklar og sniðug dýr • Flatormar, þráðormar og liðormar eru helstu hópar orma. • Ormar eru mikilvægir sundrendur dauðra plantna og dýra. • Ánamaðkar eru mjög mikilvægir því að þeir bæta og auðga jarðveg. Krabbadýr, áttfætlur, fjölfætlur • Krabbadýr, áttfætlur, fjölfætlur og skordýr eru liðdýr. • Í hópi liðdýra eru fleiri tegundir dýra en í nokkrum öðrum dýrahópi og þau voru einna fyrstu dýrin sem hófu líf á þurru landi. • Humrar, rækjur, krabbar og grápöddur eru krabbadýr. • Krabbadýr anda með tálknum. Mörg smá krabbadýr eru hluti dýrasvifs og rekur fyrir straumum. • Kóngulær, langfætlur, mítlar og sporðdrekar eru áttfætlur. • Kóngulær eru rándýr og margar þeirra gera sér flókinn vef.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=