Lífheimurinn

111 DÝR Maðurinn – að ýmsu leyti sérstakt spendýr Maðurinn er spendýr og það sem skilur hann helst frá öðrum dýrum er stórt heilabú . Heili okkar gerir okkur kleift að leysa flókin vandamál, tala saman og færa þekkingu og reynslu frá kynslóð til kynslóðar. Og af því að við göngum upprétt á tveimur fótum getum við notað hendurnar á mjög árangursríkan hátt. Saga mannsins á jörðinni spannar nokkrar milljónir ára. Það er skammur tími ef miðað er við sögu margra annarra dýra. Mestan hluta þessa tíma hefur maðurinn lifað flökkulífi og verið í nánum tengslum við náttúruna. Við höfum verið veiðimenn og safnarar og lifað af því sem við höfum fundið ætilegt. Saga mannsins í borgum og bæjum er afar stutt. Það má þakka eldinum og hlýjum fatnaði að maðurinn getur líka lifað á köldum svæðum. Nú lifa menn því sem næst alls staðar á jörðinni. 1 Í hvaða þrjá hópa skiptast spendýrin? 2 Hvar lifa flest pokadýrin? 3 Nefndu tvo hópa sjávarspendýra sem eru komin af landspendýrum. 4 Nefndu eitt atriði sem öll spendýr eiga sameiginlegt. 5 Nefndu dýr sem leggst í híði á veturna. 6 Hvað er það sem skilur manninn helst frá öðrum spendýrum? 7 Hvernig öfluðu menn sér matar lengst af þróunarsögu sinni? Hver er skýringin á því að margir telja manninn hættulegasta dýr jarðar? Maðurinn býr yfir þeim hæfileika að geta tekið hluti milli þumalfingurs og vísi- fingurs. Ekkert dýr hefur sama nákvæmnisgripið og maðurinn. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=