Lífheimurinn

110 DÝR Villt landspendýr á Íslandi Á Íslandi lifa fá villt landspendýr. Aðeins ein tegund, tófan, hefur verið hér lengur en maðurinn. Tófan, eða heimskautarefurinn eins og hann kallast líka, lifir nyrst í Evrópu, Asíu og Ameríku og hefur líklega kom­ ið hingað með ísi fljótlega eftir að ísöld lauk. Eftir landnám hafa borist hingað nokkur dýr sem hafa sest hér að. Hagamúsin er talin hafa komið með landnámsmönnum og húsa­ músin allnokkru síðar. Rottur námu hér land líklega á 18. öld. Hreindýr voru flutt hingað til lands frá Noregi árið 1771 og lifa nú góðu lífi, einkum á austanverðu landinu. Stofn hreindýra er nú milli þrjú og fjögur þúsund dýr. Minkurinn var fluttur hingað til lands árið 1931 og var haldinn í búrum og ræktaður vegna feldsins. Dýr sluppu hins vegar fljótlega úr búrunum og þau döfnuðu vel í náttúrunni og breiddust fljótt út um landið. Minkurinn þykir skaðræðisskepna í náttúrunni og hefur eink­ um mikil áhrif á fuglalíf. Loks má nefna kanínur sem lifa nú villtar á nokkrum stöðum á landinu. Slóðir og spor dýra Dýrin skilja eftir sig margvísleg spor og ummerki í nátt­ úrunni. Við getum lært að þekkja þessi spor og ef við rekumst á þau vitum við hvaða dýr hefur verið á ferð. Á veturna er auðveldast að finna spor í snjónum. Hér á Íslandi eru ekki mörg dýr á ferli í snjó en þó getur verið gott að glöggva sig á sporum nokkurra dýra. Hreindýr Refur Minkur Hagamús

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=