Lífheimurinn

109 DÝR Tennurnar segja til ummataræðið Tennur spendýra hafa þróast á mismunandi hátt eftir því hvað dýrin éta. Tennur rándýra eru hvassar og langar þannig að þau geti haldið bráðinni og rifið hana í sig. Plöntuætur hafa stóra og breiða jaxla sem henta vel til að merja sundur plöntuhluta. Menn og birnir eru hins vegar dæmi um alætur sem lifa bæði á plöntum og kjöti. Þetta kemur fram í gerð tannanna. Ef þú skoðar upp í þig sérðu að þú hefur bæði hvassar augntennur og breiða og flata jaxla. Myndin sýnir að það sama á við um birnina. Jafnheit dýr hafa dreifst út um alla jörðina Spendýrin eru jafnheit dýr eins og fuglarnir og líkamshitinn helst því ávallt nokkurn veginn sá sami. Þau lifa í öllum loftslagsbeltum jarðar og finnast allt frá hitabelti til heimskauta og bæði í hafi, á landi og í lofti. Þegar umhverfishiti verður of mikill kæla flest spendýr líkamann með því að svitna . Mörg spendýr, sem lifa í miklum kulda, hafa þykkan feld til að halda á sér hita. Hvalir verja sig gegn kulda með þykku fitu­ lagi undir húðinni. Þetta fitulag kallast spik . Þegar mjög kalt er í veðri og lítið er um fæðu geta sum dýr lækkað líkamshitann mjög mikið og lagst í dvala . Leðurblökur hanga til dæmis á haus í hellum eða á öðrum góðum stöðum og sofa djúpum svefni yfir veturinn. Önnur spendýr halda líkamshitanum næstum óbreyttum en sofa af sér veturinn. Birnir leggjast í híði á veturna, þá sofa þeir lengst af en fæða þó húna og mjólka þeim á meðan. Spendýr sem hafa snúið aftur til vatnsins Í höfunum lifa selir og hvalir. Þeir eru afkom­ endur spendýra sem lifðu á landi. Útlimir forfeðra þeirra voru fætur sem hjá núlifandi tegundum hafa umbreyst í bægsli eða hafa horfið með öllu. Þessi dýr anda með lung­ um eins og önnur spendýr og verða því að koma reglulega upp á yfirborðið til þess að anda. Hjá sumum tegundum hvala ýtir móðirin nýfæddum kálfinum strax upp í yfirborðið sem auðveldar honum að taka fyrstu andartökin. Háhyrningar eru hvalir og spendýr sem anda með lungum eins og við. Hvalkálfarnir vaxa mjög hratt, enda er hvalamjólkin jafnfiturík og rjómi. LÍF Í ÞRÓUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=