Lífheimurinn

108 6.10 Spendýr – við og ættingjar okkar Ungar spendýra nærast á mjólk Leðurblökur, hundar, hvalir og menn – öll eru þessi dýr spendýr . Spendýr eiga það meðal annars sameiginlegt að ungarnir nærast á mjólk úr móður sinni fyrst eftir fæðingu. Þau hafa öll hár á líkam­ anum á einhverju skeiði ævinnar. Tegundir spendýra eru ekki ýkja margar, um 5000 alls, en þær eru afar margbreytilegar. Sum spendýr eru bara fáeinir senti­ metrar á lengd, en steypireyðurin getur svo á hinn bóginn orðið þrjátíu metra löng. Spendýrum er skipt í nefdýr , pokadýr og fylgjudýr . Nefdýr og pokadýr Spendýrin eru, líkt og fuglarnir, komin af skriðdýrum. Skyldleikinn við skriðdýrin kemur greinilega fram hjá ástr­ ölsku nefdýrunum því að dýr í báðum hópunum verpa eggjum. Mjónefur og breiðnefur eru nefdýr og mæðurnar næra ungana á mjólk. Pokadýr verpa ekki eggjum en unginn er mjög óþroskaður þegar hann fæðist, um það bil mánuði eftir frjóvgunina. Unginn skríður ný­ fæddur í sérstakan poka á kviði móðurinnar og þar heldur hann til fyrstu mánuðina þar til hann getur séð um sig sjálfur. Pokinn er húð­ felling á kviði móðurinnar og unginn sýgur sig fastan á spena og nærist á mjólk. Flest spendýr eru fylgjudýr Flest spendýr, líka menn, tilheyra þeim hópi sem kallast fylgjudýr . Líkt og hjá nefdýrum og pokadýrum verður frjóvgunin innan líkamans. Síðan þroskast unginn í legi móðurinnar. Þar fær hann allt sem hann þarf gegnum naflastrenginn og fylgjuna . Unginn er mislengi í leginu eftir tegundum, til dæmis nokkrar vikur hjá músum en tvö ár hjá fílum. Ungar margra tegunda spendýra eru vel þroskaðir þegar þeir fæð­ ast. Oft geta þeir sprottið á fætur strax eftir fæðinguna, til dæmis fol­ öld, hreindýrskálfar og héraungar. Kettlingar, bjarnarhúnar og ungar kanína og margra annarra dýra eru hins vegar hárlausir, blindir og mjög lítt þroskaðir þegar þeir fæðast. Þeir eru því talsvert lengi háðir foreldrum sínum um alla hluti. Myndin sýnir kóalabirni, en þeir og kengúrur eru dæmi um pokadýr. Flest pokadýr lifa í Ástralíu og á flestum ná- lægum eyjum, en þau finnast þó líka í Ameríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=