Lífheimurinn
Næmi fyrir lykt Blóðhundur hefur milljónfalt næmara lyktarskyn en við. Svæðið í nefi hundsins, sem nemur lykt, er fimmtíu sinnum stærra en hjá okkur. Hvítabirnir hafa líka mjög næmt lyktarskyn. Þeir nema lykt af sel í þriggja kílómetra fjarlægð. Lyktarskynið er þó líklega næmast hjá karldýri nátt- fiðrildis sem greinir með fjaðurlíkum fálmurum sínum lykt af kvendýri úr margra kílómetra fjarlægð. Mörg sjávardýr hafa líka næmt lyktarskyn. Hákarlar finna bragð og lykt af blóði þótt það sé í þynningunni einn á móti milljarði. Næmustu snertiskynfæri lífríkisins Stjörnumoldvarpan gerir sér göng neðanjarðar, en þau opnast yfirleitt út í ár eða tjarnir og hún syndir eftir botninum í leit að æti, einkum skor- dýrum og ormum. Hún er því sem næst blind en finnur æti með afar næmum snertiskynfærum. Þau eru gerð úr mörgum litlum þreifurum sem ganga út úr trýninu umhverfis nasirnar og eru á sífelldu iði. Þreifararnir eru hundraðfalt næmari en fingurgómar okkar og greina misfellur í umhverf- inu sem eru þúsundasti hluti úr millimetra. Segulsviðið sem áttaviti Farfuglar, sæskjaldbökur, álar og sum fiðrildi leggja upp í ferðalög sem geta verið þúsundir kílómetra. Þau styðjast við sjón til þess að rata, en auk þess nota þau segulsviðið sem áttavita. Segulskynjunin byggist á litlum, segulmögnuð- um kornum í líkama dýranna sem skynja stefnu segulsviðs jarðar. Önnur dýr hafa rafskyn til þess að finna bráð. Skynfærin eru á höfði dýranna og greina veikt raf- svið sem myndast við hreyfingu nálægra dýra. Skröltormar veiða einkum á nóttunni og leita uppi bráð með mjög næmum hitaskynfærum sem eru í grópum framan við augun. Með þeim greina þeir veika varmageislun frá mús eða öðru smádýri. 107
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=