Lífheimurinn

106 Ofurskyn dýra Skilningarvit dýra eru ólík okkar að mörgu leyti. Mörg dýr skynja miklu fleiri liti og hljóð en við gerum og sum greina lykt sem við finnum aldrei. Þau geta tjáð sig hvert við annað á marga og mis­ munandi vegu og fundið fæðu þótt niðamyrkur sé kringum þau. Augu sem sjá í myrkri Ránfuglar sjá ótrúlega vel. Ernir hafa mjög skarpa sjón og koma auga á smávaxna bráð, til dæmis héra, úr allt að þriggja kíló- metra fjarlægð. Skordýr hafa líka sérhæfð augu. Þau kallast samsett augu og eru gerð úr þúsundum smárra augna sem greina minnstu hreyfingu í umhverfinu. Sum dýr greina útfjólublátt ljós og nýta sér það til þess að finna æti, rata og velja sér maka. Kettir og önnur dýr, sem eru á ferli á nóttunni, hafa sex sinnum næmari sjón en við í myrkri. Í augum þeirra er speglandi lag sem magnar upp þá litlu birtu sem kemur inn í augað. Það er þetta lag sem veldur því að augu þeirra virðast„lýsa“, til dæmis þegar ljós frá bíl endurspeglast í augum þeirra í myrkri. Næm heyrn og langt að komin hljóð Uglur bæði sjá og heyra einstaklega vel. Fjaðrir andlitsins mynda eins konar trekt sem beina hljóðbylgjunum inn í hlustirnar. Uglurnar heyra svo vel að þær greina hljóð í nagdýri sem er á kreiki undir snjó í mörg hundruð metra fjarlægð. Sumar uglur geta líka sent frá sér hátíðnihljóð, rétt eins og leðurblökur, sem endurkastast af nálægum hlutum og til fuglanna og þannig fá þeir bergmálsmynd af umhverfinu. Fílar og hvalir halda uppi samskiptum langar leiðir með sér- stökum, dimmum hljóðum sem við menn greinum engan veginn. Hvalir geta á þennan hátt náð sambandi hver við annan þvert yfir Atlantshafið. Í BRENNIDEPLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=