Lífheimurinn

105 DÝR Farfuglar og staðfuglar Íslensk náttúra státar af mörgum fuglategundum og alls hafa sést hér um 330 tegundir fugla. Sumir fuglar eru hér allt árið og kallast staðfuglar . Aðrir, farfuglarnir , koma hingað á vorin og fara að hausti. Enn aðrir koma hér bara öðru hverju og eru því flækingar . Áður en farfuglarnir fljúga á brott á haustin verða þeir að byggja upp fituforða líkamans til þess að geta lokið löngu fluginu til vetrarstöðvanna. Síðustu vikurn­ ar áður en farflugið hefst hamast þeir því við að éta sem mest og geta þá tvöfaldað fituforða sinn. Maríuerlan er agnarsmár farfugl og hún verður að hafa næga orku til þess að fljúga héðan til vetrarstöðvanna sem eru í vestanverðri Afríku. Flugið getur tekið þrjá daga án hvíldar. Aðrir algengir farfuglar hér eru spói og tjaldur. Sá farfugl, sem lengst flýgur, er þó krían. Hún hefur vetursetu við Suðurskautslandið, syðst í Afríku og í Ástralíu. Nýlegar rannsóknir, þar sem örsmáir sendar voru settir á kríur, hafa leitt í ljós að árlega flýgur hún yfir sjötíu þúsund kílómetra, fram og til baka. Hún fer ekki sömu leið suður og norður á bóginn. Hún velur þá leið þar sem vindar hjálpa henni hverju sinni. Fuglar rata á löngu flugi sínu með því að taka mið af sól, stjörnum og segulsviði jarðar. Fuglafræðingar merkja fugla meðal annars með því að setja númeraða málmhringi á fætur þeirra. Þannig má þekkja þá síðar og fylgjast með því hvert þeir fara og hversu lengi þeir lifa. Af algengum staðfuglum hérlendis má nefna hrafn, rjúpu og snjó­ tittling. Margir setja út æti fyrir fugla á veturna þegar harðast er í ári hjá þeim. Snjótittlingar éta til dæmis fuglakorn sem fæst í búðum. 1 Nefndu tvo ófleyga fugla. 2 Af hvaða hópi dýra eru fuglar komnir? 3 Hversu margar tegundir fugla hafa sést á Íslandi? 4 Hvaða hlutverki gegnir fiðrið hjá fuglum? 5 Hvers vegna syngja fuglar? 6 Hver er munurinn á staðfugli og farfugli? 7 Hvað er það í líkamsgerð fugla sem gerir þeim kleift að fljúga? 8 Lýstu goggi og fótum hjá tveimur tegundum fugla. Hvers vegna koma farfuglar aftur og aftur til Íslands? Komið hefur í ljós að kríur fljúga ekki beinustu leið milli pólsvæða á ferða- lagi sínu milli varpstöðva á norður­ hveli og til vetrardvalar á suðurhveli. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=