Lífheimurinn

104 DÝR Sérhæfður goggur og fætur Fuglar sjá og heyra mjög vel. Það auðveldar þeim að varast óvini og finna fæðu. Goggur þeirra er lagaður að því æti sem þeir lifa á. Fæturnir eru líka mismunandi eftir fuglategundum og gerð þeirra endurspeglar hvar fuglarnir lifa og hvernig lífi þeir lifa. Flestir fuglar hafa fót þar sem þrjár tær snúa fram og ein aftur. Spætur hafa þó tvær tær sem snúa fram og tvær sem snúa aftur. Það auðveldar þeim að klifra upp trjástofna. Uglur hafa svipaða fætur og það kemur sér vel þegar þær hremma nagdýr á flugi. Sundfuglar hafa sundfit milli tánna. Söngur fugla og varp Margir fuglar hafa fagran söng sem heyrist einkum á vorin. Með því að syngja lokkar karlfuglinn til sín maka og heldur öðrum karlfuglum í hæfilegri fjarlægð. Karlfuglar skarta líka oft fögrum litum sem laða að kvenfugla. Þegar fuglar hafa parað sig byggir parið sér hreiður og kvenfuglinn verpir í það eggjum sínum. Um eggin er hörð skel úr kalki og fuglarnir liggja á þeim þar til ungarnir klekjast út. Kvenfuglarnir eru oft í felulitum því að þannig dyljast þeir betur þegar þeir liggja á. Flestir fuglar mata ungana þegar þeir hafa skriðið úr eggi og gæta þeirra þar til þeir eru orðnir fullvaxnir. Uppeldið tekur venjulega nokkrar vikur. Haförn hremmir gjarnar fiska og fugla með hvössum klóm sínum og rífur bráðina í sig með krókbognum goggi. Fóturinn er gripfótur þar sem þrjár tær snúa fram og ein aftur. Margir fuglar byggja sér vönduð hreiður til að verpa í. Fuglar liggja á eggjunum þar til þau klekjast. Maríuerlan étur skordýr og lirfur þeirra með oddhvössum goggnum. Fóturinn er af þeirri gerð sem kallast setfótur og snúa þrjár tær fram og ein aftur. Óðinshani hefur langar tær með blöðkum á sem nýtast vel á sundi. Hann syndir gjarnan í krappa hringi og tínir smádýr ótt og títt úr vatninu. Fóturinn kallast vaðfótur, en fæstir vaðfuglar eru þó með blöðkur á tánum. Sendlingur er dæmigerður vað- fugl með langan gogg, fætur og tær sem nýtast vel í grunnu vatni. Stokköndin étur smádýr og plöntur með breiðum goggnum. Milli tánna er sundfit og fóturinn kallast sundfótur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=