Lífheimurinn

103 DÝR Krefjandi flug Fuglar geta flogið vegna þess að þeir hafa öfluga flugvöðva og létta beinagrind. Sum beinin eru hol að innan og því mjög létt. Öndunin er líka mjög sérstök því að loftið fer gegnum lungun í tveimur umferðum. Fyrst fer það fram hjá lungunum og safnast í sérstaka loftsekki aftast í þeim. Í næstu umferð fer það svo gegnum lungun. Þetta veldur því að fuglar vinna súrefni betur úr andrúmsloftinu en til dæmis menn, enda krefst flugið mikils súrefnis. Loftsekkirnir létta auk þess fuglinn. Blóðrás fugla er mun afkastameiri en hjá skriðdýrum, froskdýrum og fiskum, því að sérstök hringrás er um lungun. Fuglar eru jafnheit dýr , eins og spendýrin, en það merkir að þeir halda líkamshitanum ávallt jöfnum. Líkamshiti flestra fugla er rétt rúmlega 40 ºC. Fuglar hafa yfirleitt tvískiptan maga sem veldur því að þeir nýta fæð­ una mjög vel og þeir fá því næga orku til þess að knýja flugið. Hljóðlátir ránfuglar Uglur hafa sérlega næma heyrn og góða nætursjón sem þær nýta sér til veiða á nóttunni. Stór augun vita beint fram og fuglinn hefur því dýptarsjón og getur ákvarðað nákvæmlega hversu langt bráð er frá henni. Uglur veiða oft nagdýr sem eru undir snjó og nýta þá næma heyrn og hvassar klær til að hremma bráðina. Sérstakur, mjúkur dúnn þekur vængina og veldur því að flugið verður því sem næst hljóðlaust. Uglur, og fleiri fuglar, safna ómeltanlegum hlutum fæðunnar, til dæmis beinum, í böggla sem þær æla svo upp. Svona æluböggla má oft finna við staði þar sem uglur halda til á daginn. Trosar eru stórir fuglar sem halda til úti á rúmsjó nánast árið um kring og koma í land eingöngu til þess að verpa og koma upp ungum. Þeir svífa um loftin blá tímunum saman og fá sér jafnvel blund á meðan. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=