Lífheimurinn

102 Fuglar – frá skriðdýrum til fleygra dýra 6.9 Fuglar eru komnir af skriðdýrum Fuglar greina sig frá öðrum hryggdýrum – þeir eru líka einu fleygu hryggdýrin, ef leðurblökurnar eru undanskildar. Ekki eru þó allir fuglar fleygir. Strútar og mörgæsir hafa glatað flughæfni sinni en forfeður þeirra gátu flogið. Forfeður mör­ gæsa voru landfuglar sem sóttu aftur til hafsins og nú eru vængirnir helst notaðir til sunds. Fuglarnir eru ekki komnir af flugeðlum eins og margir kynnu að halda. Nú eru flestir fræðingar á því að fuglar séu komnir af skriðdýrum , af dýrum sem voru skyld risaeðlunum, en þetta er þó alls ekki fullljóst. Þessir for­ feður fugla voru jafnheit dýr sem gengu á tveimur fótum og héldu á sér hita með fiðri sem þróaðist úr hreistri skriðdýranna. Frá þeim þróuðust fuglar fyrir um 150 milljónum ára. Framfæturnir umbreyttust smám saman í vængi og fiðrið breyttist og varð smám saman að þeim flugtækjum sem gerðu fuglunum kleift að fljúga. Skyldleiki fugla og skriðdýra leynir sér ekki þegar fætur þeirra og klær eru skoðuð. Fjaðrir með margvísleg hlutverk Fjaðrir fuglanna og fíngerður dúnninn þar undir ver þá gegn kulda. Stóru og löngu fjaðrirnar á vængjum fuglanna kallast flugfjaðrir . Aðrar stórar fjaðrir, stélfjaðrir , eru í stéli fugla og með þeim stýra fuglar sér á fluginu. Fuglar fella fiðrið einu sinni á ári, en þá losna fjaðrirnar af og nýjar myndast í staðinn. Hjá sumum gerist þetta á stuttum tíma og fuglarnir geta verið ófleygir um hríð, það er áður en nýjar fjaðrir hafa vaxið til fulls. Þá er sagt að fuglar séu í sárum . Ránfuglar og fleiri fuglar fella fiðrið smám saman allt árið um kring og eru því aldrei í sárum. Fyrrum gerðu menn sér penna úr flugfjöðrum af stórum fuglum, til dæmis hröfnum, gæsum eða álftum. Fuglar hirða mjög vel um fiðrið og eyða löngum tíma í að snyrta það, enda eru þeir illa staddir ef einangrun þess bregst. Það gerist helst ef olía kemst í fiðrið. Fiðrið klístrast saman og heldur vatninu ekki frá líkama fuglsins og hann deyr þá úr kulda. Langar og stinnar fjaðrir og öflugir flugvöðvar gera fuglum kleift að fljúga. Fyrstu fuglarnir voru á stærð við dúfu og höfðu klær á væng- broddunum og tennur í munni, líkt og eðlurnar. Talið er að þessir fuglar hafi svifið milli trjáa en ekki flogið langar leiðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=