Lífheimurinn

101 DÝR 1 Á hverju lifa froskar og körtur? 2 Hvernig anda skriðdýr? 3 Hvaða eðla lítur út eins og slanga? 4 Hvers vegna eru froskdýrin líka kölluð láðs- og lagardýr? 5 Lýstu öndun froskdýra. 6 Hvað merkir það að dýr séu misheit? 7 Hvers vegna reka mörg skriðdýr tunguna sífellt út úr sér? 8 Lýstu þroskun froska. 9 Að hvaða leyti eru skriðdýr betur fallin til lífs á landi en froskdýrin? Hvers vegna heldur þú að slöngur og froskar leggist stundum saman í dvala? Mundu að slöngur éta oft froska. Sæskjaldbökur hafa útlimi sem minna á bægsli hvala. Þær verpa mjúkum eggjum sem þær grafa í fjörusand. Eðlur nútímans eru flestar meinlausar og lifa yfirleitt á skor­ dýrum og öðrum smádýrum. Eina stóra rándýrið í hópi eðlanna lifir í Indónesíu og minnir um margt á hinar horfnu risaeðlur. Þetta er eyjafrýnan sem getur orðið þrír metrar á lengd og veiðir villisvín og jafnvel stærri dýr. Einna best þekkta eðlan er kameljónið sem skiptir litum þannig að það fellur alltaf mjög vel inn í umhverfið. Augu þess eru sérstök að því leyti að dýrið getur beitt hvoru fyrir sig, óháð hinu, og horft því til dæmis fram með öðru auganu en aftur með hinu. Sumar eðl­ ur leika á óvini sína með því að losa sig við halann ef á þær er ráðist og skjótast undan og í felur. Nýr hali vex svo í stað hins glataða. Skjaldbökur og krókódílar Skjaldbökur eru forneskjuleg dýr sem komu fram á sjónarsviðið á undan risaeðlunum. Þær hafa harða skel til verndar líkamanum og geta dregið höfuð og útlimi inn í skelina ef hætta steðjar að. Skjaldbökur eru tann­ lausar og naga aðallega gróður en éta þó smádýr líka. Þær geta orðið eldgamlar, allt að 200 ára. Sumar þeirra lifa á landi en aðrar eru í sjó. Krókódílar geta orðið álíka gamlir og menn. Þeir hafa mjög góða sjón og heyra vel og eru öflug rándýr sem hremma bráð við vatns- eða ár­ bakka. Stærstu krókódílar eru allt að sjö metrar á lengd og um eitt tonn á þyngd. Þeir geta veitt stór landdýr á borð við gnýi og sebrahesta. Krókódílar gæta eggja sinna og unga af mikilli umhyggju og bera ungana meðal annars í munni sér milli staða. Forfeður krókódíla voru landdýr en flestir krókódílar, sem nú eru uppi, halda sig mest í vatni. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=