Lífheimurinn

98 DÝR Misheit dýr Froskdýrin eru komin af frumstæðum fiskum. Á milljónum ára um­ breyttust uggar fiskanna í fætur. Froskdýrin eru misheit dýr eins og fiskarnir og líkamshiti þeirra sveiflast því með hita umhverfisins, hvort sem þau eru í vatni eða á þurru landi. Þegar kólnar á haustin grafa þau sig í leðju á botni stöðu­ vatns eða á rökum stað á landi þar sem þau eru óhult. Þau sofa svo af sér veturinn í dvala . Fjölgun froskdýra Fengitími froskdýra er á vorin og þá lokka karldýrin maka til sín með áköfu kvakki. Fengitími er sá tími þegar einstaklingar mak­ ast. Frjóvgunin á sér stað utan líkamans eins og hjá flestum fiskum. Kvendýrið hrygnir í vatni og karldýrið frjóvgar síðan hrognin með sáð­ frumum sínum. Bæði körtur og eiginlegir froskar hafa þennan háttinn á. Úr hrognunum skríða lirfur sem kallast halakörtur og hafa langan hala og ytri tálkn. Þær éta aðallega þörunga. Smám saman vaxa fætur á halakörturnar og halinn hverfur. Innan líkamans myndast lungu, til að búa dýrin undir líf á þurru landi, og tálknin hverfa. Flestar salamöndrur hafa annan hátt á. Þar er frjóvgunin innan líkamans , líkt og hjá eðlum, en þær hrygna í vatni og ungviðið þroskast þar líka. Froskahjón makast í vatni og frjóvgunin á sér stað utan líkamans. Hrogn (egg) Halakarta þegar afturfætur hafa myndast Halakarta með ytri tálknum Halakarta, komin með framfætur og áður en halinn hverfur Þroskun frosks úr eggi til fullvaxins dýrs tekur nokkrar vikur. Fullvaxinn froskur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=