Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
97 7. Mælið vöxt plöntunnar reglulega, skrifið upplýsingar í bók (eða google skjal). Teiknið eða takið myndir af breytingunum, skoðið sérstaklega laufin, rætur og stilk. Haldið áfram að skrá a.m.k. einu sinni í viku í einn og hálfan mánuð. 8. Þegar plantan er orðin um 3–5 cm (baunir gætu orðið stærri) klippið af plöntunni og smakkið á þeim, ræðið hvernig bragðið er ólíkt á milli plantna. 9. Hvetjið nemendur til þess að rækta heima og nýta uppskeruna á fjölbreyttan hátt og nota ólíkar uppskriftir. Skoðið uppskriftir á netinu þar sem plöntur eru notaðar, útbúið máltíð í skólanum með grænmeti og kryddjurtum. 10. Eftir sex vikur, þegar plönturnar hafa náð nokkrum vexti þá er hægt að setja þær í beð úti og fylgist með vexti þeirra þar. Skoðið skólalóðina og reynið að finna nöfn á plöntum sem eru á skólalóðinni, hægt er að nota PlantSnap til hjálpar. Hægt er að útbúa skipulag varðandi sáninguna með því að nota öpp eins og MyGarden , Moon & Garden , Plantix eða önnur svipuð öpp. Aðrir möguleikar 1. Gaman er að fylgjast með hvernig ræturnar vaxa, þá er hægt að setja mold og fræ í glæran poka og fylgjast með þeim þannig. 2. Það getur verið sniðugt að skiptast á fræjum við aðra skóla, fá fræ án þess að vita hvaða tegund af plöntu það er. Fá eingöngu upplýsingar um hvenær best er að sá plöntunni. Þetta geta verið alls konar fræ grænmeti, kryddjurtir og skrautjurtir, helst plöntur sem eru ekki lengi að vaxa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=