Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

95 4.4. Ræktun í skólastofunni Læra um plöntur og mikilvægi þeirra í fæðukeðjunni og njóta þess að hafa plöntur í skólastofunni. Árstíð: frá vetri til vors Staður: skólastofa Efni og áhöld: ólíkar tegundir af fræjum, korn og kryddjurtir tómar flöskur prik og pappír tölva myndavél og snjalltæki Námsþættir: umhverfisfræði, náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt Hæfni: nemendur geta útskýrt uppbyggingu plantna og mikilvægi þeirra. átta sig á að plöntur eru lífverur sem framleiða mikilvæg efni sem þær, menn og önnur dýr þurfa. Aðferð 1. Komið með ávexti og grænmeti í skólastofuna (epli, jarðaber, tómata, papriku, baunir, apríkósur, appelsínur, avókadó o.s.frv.). Skoðið ávextina og opnið þá. Ræðið hvers vegna plöntur framleiða eitthvað sem mönnum og öðrum dýrum finnst gott á bragðið. Ræðið að í öllum ávöxtum eru fræ og hið bragðgóða aldinkjöt er næring fyrir fræin til þess að vaxa og hið góða bragð hvetur dýr til þess dreifa fræjum yfir stórt svæði. Ræðið fræ ólíkra plantna t.d. salat, blómkál og gras. 2. Skoðið ólík fræ. Reynið að þekkja þau út frá ávöxtunum sem voru skoðaðir. Ræðið þarfir plantna, hvað þarf planta til þess að vaxa frá fræi til plöntu? Af hverju hafa fræ ólíka stærð og lögun? 3. Skoðið saman myndir af plöntum, gott að nota skjávarpa. Nemendur vinni saman í pörum og noti snjalltæki til þess að finna upplýsingar um plöntu. Nemendur búi til hugarkort (pappír eða á neti) um plöntur og þarfir þeirra. Geri lista með plöntum sem þægilegt er að rækta. 4. Nemendur klippi hluta úr einni hlið á plastflösku og fylli flöskuna af mold (sjá mynd). Notið fingur til þess að búa til litla holu, setjið fræin niður og smá mold yfir. Setjið flöskuna á sólríkan stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=