Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

93 3. Þriðja kennslustund • Gott að byrja á að þvo sér um hendur. Skoðið uppskriftina saman. • Útbúið deigið og mótið litlar kúlur úr því og bakið í ofni. • Ræðið hvernig deigið breytist í hvert sinn sem nýtt hráefni fer í það. Hvernig hráefnin breytast þegar þeim er blandað saman og síðan bökuð. Útskýrið hlutverk sterkju við bakstur og rifjið upp það sem rætt var um mikilvægi sterkju sem orkugjafa. • Ræðið muninn á hveiti og heilhveiti. Ræðið kosti þess að nota spelthveiti. Ræðið næringargildi hveitis og nauðsyn trefja í matarræði. • Gangið frá eftir bakstur • Smakkið kökurnar og afgangur settur í box.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=