Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
92 átta sig á því að planta vex frá fræi. átta sig á að lífverur þurfa mat, súrefni og vatn frá umhverfinu. átta sig á að allir þurfa stað til þess að búa á. átta sig á að ef efnum er blandað saman þá geta eiginleikar þeirra breyst. fylgjast með hvernig efni breytist við bakstur. læra að fylgja vinnuplani. Aðferð 1. Fyrsta kennslustund • Nemendur fá poka með mismunandi fræjum og eiga að flokka fræin. Prófið að kljúfa fræin í tvennt, gott að leggja þau í bleyti áður. • Reynið að þekkja plöntu út frá fræinu. Hægt er að fletta upp í bókum eða á netinu. • Skoðið fræið fyrst með berum augum, skoðið það síðan með stækkunargleri. • Ræðið að sum fræ er hægt að borða beint en önnur þarf að mala áður en þau eru borðuð. • Teiknið ólík fræ. Skoðið bæði klofin fræ og hveiti í stækkunargleri. • Útskýrið hvað joð er og hvers vegna það er hættulegt. Setjið dropa af joði á fræin og hveitið og sjáið hvernig liturinn breytist. • Skoðið litaða hveitið og fræin í smásjá. • Teiknið myndina sem sést í smásjánni. • Útskýrðu að í sterkjunni geyma grænar plöntur orku, sem hægt er að borða. • Hendið hveiti og fræjum með joði, annað getur farið í moltu. 2. Önnur kennslustund • Setjið sáðmold og fræ í blómapott. Best er að nota fræ sem eiga auðvelt með að spíra, eins og steinselju. Búið til litla holu með fingri og setjið smá mold yfir. Nemandi merkir pottinn með nafni plöntunnar og sínu nafni og hvenær henni var sáð. Setjið plönturnar á sólríkan stað. • Setjið blautan pappír í glerkukku og setjið fræ á milli pappírsins og krukkunnar. • Búið til vökvunaráætlun, gott er að nota úðabrúsa til að úða á plöntuna. Skráið reglulega þroskaferli plöntunnar í teiknibók, látið dagsetningu fylgja með.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=