Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

91 4.3. Fræ er orkugjafi Læra um fræ á þrjá vegu, með því að skoða fræ í smásjá, sá fræjum og baka köku. Árstíð: allar Staður: skólastofa Námsþættir: umhverfisfræðsla, náttúrufræði, ræktun Efni og áhöld: Fyrsta kennslustund: bakki hveiti smásjá gler glas myndir af plöntum hanskar pappírsþurrka hnífur joð Önnur kennslustund: bakki hveiti hveitifræ og fleiri frætegundir eins og graskersfræ, sólblómafræ glerkrukkur pappírsþurrkur sáðmold molta blómapottar úðabrúsi Þriðja kennslustund: efni og áhöld til baksturs Hæfni: nemendur kynnast vexti og þroska plantna. kynnast ólíkum tegundum plantna. læra á dropateljara, smásjá og fleiri tæki. átta sig á að sumar plöntur innihalda óæskileg efni. átta sig á að plöntur skipta miklu máli í fæðukeðjunni. læra að efni í plöntum skipta miklu máli fyrir vöxt líkamans. læra að búa til moltu úr plöntum sem við ætlum ekki að nýta. þjálfa vinnubrögð við ræktun, undirbúning og frágang. fá skilning á tímahugtökum eins og áðan, gær, á morgun, dagur, vika, mánuður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=