Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
88 Aðrir möguleikar • Notið Bitsboard til að búa orðaleik sem hjálpar til við að læra nöfn á plöntum og hvernig á að skrifa þau. Einnig er hægt að prófa orðaleikinn Osmo . • Setjið myndir á netið þar sem hægt er að fylgjast með vexti og þroska plantnanna. Útbúið QR kóða til þess að deila með öðrum. • Búið til líkan af torfbænum þar sem konan í Blómunum á þakinu bjó. • Búið til stærðfræðiverkefni með gögnum frá ræktunarverkefninu, eins og að reikna út vöxt plantnanna, mæla hitastig, mæla hversu mikið á að vökva. • Hér er QR kóði með myndum frá skólanum sem hannaði verkefnið og prófaði það. Nemendur tóku myndirnar sjálfir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=