Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

87 Aðferð 1. Gott er að byrja á því að lesa bókina Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Bókin segir frá eldri konu sem bjó í torfbæ. Þegar hún flytur í borgina vill hún rækta grænmeti á þakinu á blokkinni sinni til þess að upplifa sig meira eins og út í sveit. Ræðið við nemendur um kosti þess að hafa matjurtagarð. 2. Ákveðið með nemendum hvaða plöntur er sniðugt að rækta inni í skólastofunni t.d. tómata og parpriku. Ræðið hvort það taki plönturnar mismunandi tíma að vaxa. 3. Safnið fræjum. Nemendur geta komið með fræ að heiman eða fá fræ úr mötuneyti skólans. Einnig er hægt að fara út og finna fræ þar. 4. Útvegið mold og moltu. Best er að búa til moltu úr matarafgöngum skólans (sjá kennslu- áætlun 2.5.). Finnið stað fyrir ræktunina í skólastofunni. 5. Sáið fræjunum í litla potta (ef þeir eru glærir eins og plastflaska skorin í tvennt þá er hægt að fylgjast með rótarkerfinu í moldinni). Merkið allar plönturnar og takið myndir af þróuninni. Gaman væri að setja myndirnar þar sem hægt er að deila þeim eins og á Bitsboard . (Nemendur geta nýtt sér Bitsboard fyrir fleiri námsleiki.) 6. Ræðið hverjar þarfir plantna eru: Vatn, birta, hitastig og nægjanlegt pláss til þess að vaxa. Útbúið vökvunaráætlun, þannig að allir nemendur fái tækifæri til þess að vökva. Takið áfram myndir og mælið plönturnar og skoðið ástand þeirra. 7. Færið plöntuna út í garð og hugsið um hana þar, athugið að það hentar ekki öllum tegundum að vera úti. 8. Nýtið uppskeruna í matargerð í skólanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=