Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

81 2. Ljóstillífunarleikur Hægt er að leika leikinn í skólastofu eða á skólalóð. • Leggið reipi eða band á gólf/jörð og myndið útlínur laufblaðs, setjið rauð og græn spjöld/klúta innan línunnar. • Fimm börn leika sólargeisla og fá sólarspjöld/klút, fimm börn leika vatnsdropa og fá dropaspjöld/klút, fimm börn leika koltvíoxíð og fá hvít spjöld/klút. Þau standa fyrir utan laufið. • Fyrst fara vatnsdroparnir fimm inn í laufið og hreyfa sig að vild. Næst fara nemendur sem leika koltvísýring inn í laufið og para sig við vatnsdropana, tveir og tveir haldast í hendur, pörin beygja sig niður. Að lokum fara sólargeislarnir inn í laufblaðið og velja sér par til þess að vera með. Þá fara allir með „álagaþulu“: Drekktu vatn úr jörðinni andaðu að þér efnum loftsins njóttu geisla sólarinnar. Gefðu okkur heilnæmt loft grænu blöðin falleg og góð þá mun jörðin lifa um ókomin ár. Að þulu lokinni þá: Breytast vatnsdroparnir í glúkósa, nemendur leggja niður dropaspjöldin og taka upp rauð spjöld. Koltvísýringur breytist í súrefni, nemendur leggja niður hvítu spjöldin og taka upp græn. Þeir sem leika súrefni fara út úr laufinu en tveir þurfa að vera eftir í laufinu, því það þarf súrefni líka. 3. Ljóstillífunar teningaleikur Tveir eða þrír saman í hóp • Kastið teningi, talan sem kemur upp á teningnum er númerið á verkefninu sem á að svara, þegar svarið er komið á að kasta aftur, leggið töluna saman við fyrri töluna, þar til talan er komin upp í 18. • Það er enginn sigurvegari, ef einhver hópur er kominn upp í 18 er hægt að halda áfram með því að kasta og draga töluna frá. Þannig er hægt að spila leikinn í eins langan tíma eins og hentar kennslustundinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=