Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

8 1. 1.1. Lauf og form Nemendur læra að þekkja ólíkar tegundir laufblaða með því að skoða laufblöð á inniblómum sem til eru í skólanum. Árstíð: allar Staður: innandyra, þar sem hægt er að nálgast margar inniplöntur Tími: 20–30 mínútur Efni og áhöld: nokkrar tegundir af inniplöntum spjöld með myndum af ólíkum laufblöðum Námsþættir: form, laufblöð, inniblóm, rannsókn Hæfni: nemendur læra um ólíka lögun laufblaða læra um það sem er sameiginlegt og ólíkt með laufblöðum Aðferð 1. Skoðið laufblöð á inniplöntum sem eru til í skólanum. Berið saman mynd af laufblaði og blómið sjálft. 2. Hver nemandi fær a.m.k. þrjú spjöld með mynd af laufblöðum. Nemandi leitar að blómum í kennslustofunni með samskonar laufblöðum og eru á spjöldunum og leggur svo spjaldið við blómið. 3. Þegar nemendur hafa lagt spjöldin við blómin má athuga hvort spjöldin séu á réttum stað. 4. Hvert barn velur sér sitt uppáhalds blóm og útskýrir hvers vegna það varð fyrir valinu. Hér eru nokkrar myndir af laufblöðum sem hægt er að prenta út. Ef þú ert með plöntu í skólanum sem er ekki á myndunum, þá er hægt að taka mynd af laufinu og búa til eigið spjald.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=