Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

77 Tengið saman myndir af blómum og heitin þeirra. Setjið klemmur með nöfnum plantnanna á réttan stað. Þegar búið er að setja klemmur á allar myndirnar, takið þá klemmurnar af myndunum svo það sé tilbúið fyrir næsta hóp. Hoppið eftir fyrirmælum. Hoppfyrirmæli Fyrirmælin eru á eistnesku en það er einfalt að fylgja myndunum, þar sést hvernig á að hoppa (grænn/V er vinstri fótur, appelsínugulur/P er hægri fótur). Sé gult merki á að skoppa bolta, örvar snúa við. Að útbúa stöðvarnar Hver stöð er með sinn lit, gott er að dreifa vel úr stöðvunum, fer eftir staðsetningu og hópum. Hver hópur fær spjald með perluröð með átta litum. Nemendur skipta um stöðvar eftir litaröðinni. Hægt er að vera með aukaverkefni til öryggis ef það myndast biðröð við stöðvarnar. Leiðbeiningar : Hengið mismunandi lituð spjöld víðs vegar um garð, skólalóð, skóg, hengið á tré, girðingar, leggið á jörðina. Nemendur fara á milli stöðva eftir litunum á perluspjaldinu. Í hverjum hóp eru 4–5 nemendur. Á hverri stöð eru leiðbeiningar, nemendur klára verkefnið áður en farið er á næstu stöð. Þegar verkefninu er lokið er perlan færð bak við spjaldið og farið á næsta lit. 6 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=