Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
76 Stöðvarnar Er plantan eitruð? Finnið eitruðu plönturnar með því að sækja upplýsingar um þær á netinu. Taktu mynd af eitruðu plöntunum. Listi fyrir kennara 1. Spathiphyllum 1. Schlumbergera truncata 2. Epipremnum aureum 2. Nefrolepis exaltata 3. Cycas revoluta 3. Tradescantia 4. Hoya 4. Crassula portulacea 5. Monstera deliciosa 5. Chlorophytum Kennari getur útbúið myndir af blómunum á listanum og haft latneska nafnið með. Hengið myndirnar á vegg eða leggið á jörðina. Búið til andlitsmynd úr náttúrulegum hráefnum. Taktu mynd af andlitsmyndinni. Best er að nota það sem liggur á jörðinni. Finnið náttúrleg efni og raðið í eggjabakka, ein tegund í hvert hólf. Þú hefur fimm mínútur til þess að fylla bakkann. Hægt er að nota stundarglas til þess að mæla tímann. Taktu mynd af eggjabakkanum. Notið stafina í orðinu lífbreytileiki og búið til eins mörg orð og hópurinn finnur. Skrifið orðin á hvíta töflu með merkipenna, strokið út þegar hópurinn er búinn og skiljið eftir hreina töflu. Fjársjóður! Smakkið mola af „nammi“ og njótið þess að vera úti í náttúrunni. 1 2 3 4 5
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=