Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

75 3.9. Perluslóðin Nemendur vinna þrautir, fara á milli stöðva eftir lit á perlubandi. Árstíð: haust, vor Staður: skólalóð, garður í nágrenni, leikfimisalur Tími: ein kennslustund Efni og áhöld: perluband verklýsingar á blöðum (plastað) snjalltæki með nettengingu myndir af plöntum eggjabakki nammi: súkkulaði, rúsínur, hnetur, ávextir, grænmeti merkipennar plöstuð blöð sem hægt er að skrifa á bolti og spjöld klemmur með blómanöfnum á Námsþættir: hreyfing, samþætting námsgreina, útikennsla Hæfni: nemendur finna upplýsingar um pottaplöntur þjálfast í hópvinnu þjálfa hreyfingu njóta útiveru Það þarf að prenta verkefnablað. Aðferð 1. Finnið stað þar sem gott er að setja upp átta stöðvar með góðu millibili. 2. Skiptið nemendum í átta hópa (t.d. með því að draga litakúlur). Hver hópur fær spjald með perluröð, með átta mismunandi litum. Röðin á litunum er eins á öllum spjöldunum en hver hópur byrjar á ólíkum lit. Síðan er farið á milli stöðva eftir lituðu perlunum. 3. Að lokum eru niðurstöðurnar dregnar saman. 4. Fáið álit frá hverjum hóp hvað þeim fannst um leikinn. Eitraðar plöntu r A5 Ætar plöntu r A5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=