Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

74 Aðferð 1. Prentið sex eintök af vinnublöðum og hengið staf/tölu upp á vegg (hafið bil á milli). Skiptið nemendum í sex hópa, hver hópur fær eina plöntu og hver nemandi fær eitt vinnublað. 2. Hver nemandi fyllir út sitt vinnublað en hjálpist að við að leysa reikningsþautina. Rétt svar vísar á ákveðinn staf. Stafirnir eiga að mynda latneskt nafn á plöntu. 3. Þegar hópurinn er búinn að finna nafnið á plöntunni, skoðið þá QR kóðann á vinnublaðinu og athugið hvort að það sé rétt. QR kóðinn hjálpar ykkur að finna svarið. Útbúið hugtakakort á hinni hliðinni á vinnublaðinu. 4. Finnið samskonar plöntur inni í skólastofunni (ef það eru ekki plöntur í skólastofunni þá er hægt að hafa mynd af þeim). 5. Gerið kynningu um plöntu. Hægt er að nota Google Slides , Powerpoint eða önnur svipuð forrit/öpp. Aðrir möguleikar 1. Búið til verkefni með QR kóða og lærið heiti á íslenskum plöntum. 2. Teiknið plöntuna og merkið plöntuhluta. 3. Notið púslaðferðina Jigsaw technique

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=