Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

71 3.7. Að borða blóm Skoðaður er munur á ætum og óætum plöntum, blómum af ólíkum plöntum er safnað og þau smökkuð. Hægt er að safna því sem vex úti en líka hægt að kaupa plöntur í matvöruverslun. Árstíð: allar Staður: skólastofa, skólalóð Tími: tvær kennslustundir Efni og áhöld: inni- og útiblóm upplýsingar um ætar og óætar plöntur Námsþættir: nemendur Hæfni: læra um fjölbreytileika plantna og lífsferil þeirra læra að þekkja í sundur ætar og óætar plöntur Aðferð 1. Útskýrið að sumar plöntur geta verið óætar og aðrar ofnæmisvaldandi. Mikilvægt er að kanna hvort planta sé skaðleg áður en hún er borðuð (ekki er ráðlegt að borða blóm úr blómabúð). 2. Skoðið myndir og ræðið hvaða plöntur eru óætar í nágrenninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=