Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

69 2. Önnur kennslustund (45 mínútur) • Prentið út myndirnar sem teknar voru í haustgöngunni, skoðið þær og finnið nöfnin á plöntunum. Búið til rafbók með því að notar BookCreator eða svipað app. Setjið mynd af plöntunni á forsíðuna og nafnið á henni. • Skoðið það sem safnaðist í haustferðinni, blóm, lauf og fræ. Sumir plöntuhlutar eru algengari á haustin t.d. eru fræ algengari en blóm á haustin, af hverju ætli það sé? Hægt er að endurtaka gönguna allan ársins hring og fylgjast með hvernig náttúran breytist. • Ræðið um fræ, hlutverk þeirra, fjölbreytni og að þau séu fæða fyrir dýr og menn. Sum fræ eru eitruð, stundum eru fræ eitruð fyrir menn en fuglar og skordýr geta étið þau. • Komið með bakka með eplum, plómum, kókoshnetum, næpum, túnfífllum eða öðrum plöntum, sem dreifa fræjum sínum á ólíkan hátt. Ræðið hvaða aðferðir plöntur hafa til þess að fjölga sér. • Sýnið nemendum myndir frá göngunni og parið myndirnar af plöntunum við plöntu- hlutana í boxunum. Hægt að vinna í hópum. Aðferð Skiptist í fjóra hluta: 1. Fyrsta kennslustund (90 mínútur) • Haustganga í náttúru í nágrenni skólans. Takið með poka, box eða bakka til að safna hlutum úr náttúrunni. • Skoðið plöntur og tré og safnið ólíkum hlutum af þeim eins og laufum, berjum, fræjum, rótum, kvistum, greinum o.s.frv. • Takið myndir af plöntunum, passið að blanda ekki öllu saman sem safnað er. • Ræðið tilgang hvers plöntuhluta og hvernig hringrás plöntunnar er. Ræðið tilgang berja og ávaxta á trjám, þau eru t.d. étin af fuglum. Hægt er að fá upplýsingar í plöntuhand- bókinni eða á plöntuvefnum .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=