Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
68 Aðrir möguleikar 1. Í staðinn fyrir að hafa eins myndir af plöntu á hverri samstæðu er hægt að hafa mynd og nafn á plöntunni. Þannig verður leikurinn meira krefjandi. 2. Hægt er að fá meiri hraða í leikinn með því að börnin taki keiluna með sér þegar þau finna samstæðu. 3.6. Rafbók um plöntur Nemendur taka myndir af plöntuhlutum að hausti og vori og búa til rafbók með útskýringum um hlutverk hvers plöntuhluta. Árstíð: haust, vetur og vor Staður: skólastofa eða skólalóð Tími: fimm kennslustundir Efni og áhöld: pokar, box eða bakkar snjalltæki tölvur pappír netaðgangur Námsþættir: plöntur, vísindi, upplýsinga- og tæknimennt, umhverfismennt Hæfni: nemendur læra um ólíka plöntuhluta kynnast hlutverkum blóma og fræja læra að þekkja ólík blóm og fræ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=