Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
67 3.5. Samstæðuhlaup – Pottaplöntur Árstíð: allar Staður: skólalóð eða leikfimisalur Tími: ein kennslustund Efni og áhöld: tveir eins pakkar með myndum af plöntum og nöfn þeirra. keilur Námsþættir: hreyfing, náttúrufræði Hæfni: nemendur læra að þekkja plöntur þjálfa lestur þjálfa skipulagshæfni njóta þess að vera virkir Aðferð 1. Leggið keilur á víð og dreif á skólalóðinni með góðu bili á milli, þannig að það sé gott pláss til þess að hlaupa. Útbúið samstæðumyndir af plöntum, önnur myndin úr samstæðunni fer undir keiluna, látið myndina snúa upp en hin fer í bunka sem nemendur fá. 2. Skiptið nemendum í tvo hópa sem mynda tvær raðir. Hvor hópur fær bunka af spilum og flettir upp fyrsta spjaldinu. Sá fyrsti í röðinni hleypur af stað að einhverri keilu og athugar spjaldið undir keilunni. Ef það er eins mynd og á spjaldinu sem hann er með fær liðið stig. Ef myndin er ekki eins þarf hann að hlaupa til baka og næsti reynir að finna samstæðuna undir keilunum. 3. Haldið áfram með leikinn þar til allar samstæðurnar eru fundnar. 4. Takið saman spjöldin og spyrjið börnin hvort þau hafi séð plönturnar með eigin augum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=