Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

65 3.4. Veiðum plöntur Nemendur nota veiðistöng með segli til að veiða myndir af plöntum. QR kóði skoðaður til þess að kanna hvort plantan sé eitruð eða ekki. Árstíð: allar Staður: skólastofa eða skólalóð Tími: ein kennslustund Efni og áhöld: tveir húllahringir (eða eitthvað annað sem getur táknað vatn) stangir með bandi og segli í endanum bréfaklemmur myndir af fiskilaga plöntum með QR kóða tvö snjalltæki fjögur umslög (tvö merkt „eitruð”) Námsþættir: plöntur, málnotkun, samvinna Hæfni: nemendur þjálfa lestur þjálfa samvinnu þjálfa tæknilæsi læra að þekkja plöntur Aðferð 1. Leggið tvo húllahringi á jörðina sem eiga að tákna vatn, finnið myndir af plöntum klippið til þannig að þær móti fisk, festið bréfaklemmu á og setjið myndirnar inn í húllahringana. 2. Nemendur fari í tvo hópa og myndi röð. Útskýrið að það eru til eitraðar plöntur og mikilvægt er að þekkja þær. Hver hópur fær snjalltæki og tvö umslög, annað er merkt eitrað hitt merkt ekki eitrað. 3. Sá sem er fremstur í hverri röð byrjar að veiða í vatninu (Húllahoppvatni) Þegar viðkomandi hefur veitt plöntu skoðar hópurinn QR kóðann á plöntunni og finnur nafnið á plöntunni og athugar hvort hún sé eitruð. Ef hún er eitruð þá fer hún í umslagið sem er merkt „eitruð“ ef hún er ekki eitruð fer hún í spjaldið sem er merkt „ekki eitruð“. 4. Þegar búið er að veiða alla plöntufiskana þá þarf að athuga hvort þeir voru flokkaðir í rétt um- slög.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=