Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld
63 Aðferð 1. Í verkefni 3.1. fylltu nemendur út vinnublað um þarfir plantna varðandi hita, sólarljós, vatn, frjóvgun og blómgun. Nemendur útbúa word skjal með þessum upplýsingum og setja mynd af plöntunni við textann. Því næst er textinn settur á valið vefsvæði. 2. Búið til QR kóða með upplýsingunum, með því að nota t.d. https://www.qr-code-generator.com/ 3. Nemendur skoða QR kóðann með síma eða spjaldtölvu. 4. Prenta út QR kóðann, klippi hann út og setja við hlið plöntunnar sem hann á við. 3.3. Að safna myndum af plöntum Árstíð: allar Staður: skólastofa Tími: vika til þess að safna myndum og tvær kennslustundir til þess vinna verkefnið Efni og áhöld: myndavél eða snjallsími netföng foreldra tölvur eða spjaldtölva með aðgang að neti og myndavél litaprentari Námsþættir: fjölbreytileiki pottaplantna, náttúrufræði, rannsókn, upplýsinga- og tæknimennt Hæfni: nemendur þjálfa samvinnu milli heimilis og skóla læra um fjölbreytileika pottaplantna Aðferð 1. Nemendur taki myndir af pottaplöntum sem eru heima hjá þeim. Finni nafnið á plöntunum og sendi í pósti til kennarans. 2. Prenta myndirnar (helst í lit) búi til veggspjald, þar sem er mynd af plöntu og nafnið á henni. 3. Búa til graf þar sem skoðað er hvaða planta er algengust. Hægt er að nota Excel , OpenOffice Calc , LibreOffice Calc , Google Sheet s eða önnur sambærileg forrit.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=