Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

61 3. Ræðið af hverju sumar plöntur þurfa meiri vökvun en aðrar og mismikið sólarljós. Eru fleiri þarfir ólíkar á milli plantna? 4. Skoðið heimskort og finnið staðinn þar sem plantan á sinn uppruna. 5. Ræðið hvernig veðurfarið er í landinu heitt eða kalt, er það rakt, mikil sól o.s.frv. Ræðið hvort er umhverfisvænna að flytja inn plöntur frá fjarlægum löndum eða að taka afleggjara af plöntu sem vex í skólanum eða heima hjá vini. 6. Hreyfileikur um þarfir plöntunnar: • Ef hún þarf mikið sólarljós, farið nálægt glugganum, ef hún þarf skugga, farið frá glugg- anum. • Ef hún þarf mikla vökvun þá á að standa uppi á stól. Ef hún þarf litla vökvun, fara undir stól. • Ef plantan þarf heitt loftslag, þá á að hlaupa í hringi, ef hún þarf kalt loftslag, á að gera hnébeygjur. 7. Ræðið um vegabréf, Hverjir þurfa vegabréf og af hverju? 8. Hver nemandi útbýr vegabréf fyrir sína plöntu. Nota A4 blað, brjótið það í tvennt. Teiknið mynd af blóminu á forsíðuna. Skrifið nafn plöntunnar og gælunafn og hvenær hún var gróðursett, tegund, þarfir (hitastig, vatn, vökvun, blómgun, frjóvgun). 9. Gerið sýningu með vegabréfunum. 10. Nemendur taka vegabréfið heim og segja foreldrum sínum frá þörfum plantna. Aðrir möguleikar Búa til QR kóða um hverja plöntu. (sjá 3.2.)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=