Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

58 2.8. Trjárækt Nemendur kynnast því hvernig hægt sé að fjölga trjám með því að klippa græðlinga og hlúa að þeim þar til þeir verða að trjám. Árstíð: vor (mars, apríl) til hausts Staður: skólastofa, skólalóð, skógur Efni og áhöld: kennsluefni á netinu um ræktun með græðlingum klippur glær glös plöntupottar merkimiðar mold vatn skófla glær plöntukassi o.fl. tré og runnar sem þú vilt nota: t.d. víði, rifsberjarunna, ösp Námsþættir: náttúrufræði, tjáning, málnotkun, umhverfisfræði, rannsókn Hæfni: nemendur sjá plöntuna vaxa og laufgast og átti sig á hvað plöntur þurfa til þess að vaxa og dafna kynnast lífsferli gróðurs og beri saman við eigin lífsferil læra að bera virðingu fyrir öllu sem lifir Aðferð 1. Gott er að hefja verkefnið snemma vors, áður en trén fara að bruma. Útskýrið verkefnið fyrir nemendum. Ræðið lífsferil trjáa og runna, hvernig hægt er að fjölga þeim með græðlingum. 2. Nemendur klippi græðlinga af trjágróðri og runnagróðri á skólalóðinni. Passið að græðlingur- inn hafi þrjú til fjögur brum. 3. Setjið græðlingana í krukku með vatni og fylgjast með þróun s.s. rótarmyndun, stækkun bruma, skráið breytingar og teiknið þróunina. 4. Blandið saman mold og moltu sem búin er til í skólanum. Farið í gegnum framleiðsluferli moldarinnar og moltunnar. 5. Þegar tvær til fjórar vikur eru liðnar, setjið nokkra græðlinga í potta með mold og nokkra í glæran gróðurkassa, þá er hægt að fylgjast með þegar rótarmyndun hefst. Vökvið reglulega og haldið áfram að skrá og teikna ferlið. Myndband: Greenhouse Notes: Rooting Fruit Tree Cuttings, skogur.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=