Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

57 3. Hugarflug með nemendum um mat og matarsóun. • Hvaða mat er oftast hent heima og í skólanum? • Af hverju er matarsóun slæm? • Hvernig er hægt að minnka matarsóun? • Hvernig er hægt að nýta matarafganga? • Hvaða matarafganga er hægt að nota til þess að búa til fuglafóður? (Skoðið lista úr síðasta hugarflugi). 4. Undirbúið hráefnið í fuglafóðrið. • Sendið póst til foreldra og fáið þá til þess að hjálpa börnunum að safna fræjum af ávöxtum og grænmeti og matarafgöngum sem eru í lagi fyrir fugla. • Farið í eldhúsið í skólanum og athugið hvort að þar séu matarafgangar sem henta fuglum. • Á haustin er hægt að fara í fæðusöfnunarleiðangur og tína ber, fræ o.fl. og frysta til þess að nota seinna. • Skoðið það sem búið er að safna og ræðið hvort fuglarnir geti étið það. Ákveðið saman hvað á að setja í fuglafóðrið. 5. Setjið saman fuglafóðrið. Blandið saman þurrefnum og feiti, setjið í form og kælið. Þegar fuglafóðrið er tilbúið þá er upplagt að fara í göngutúr og finna góðan stað fyrir fuglafóðrið. Passið að setja fuglafóðrið ekki of neðarlega svo kettir geti ekki náð fuglunum. Ekki heldur nálægt gluggum, því fuglar geta flogið á glerið. Fuglum finnst gott að hafa matinn á greinum eða runnum í felum fyrir ránfuglum. Aðrir möguleikar Hægt er að sá afgangsfræjum í blómapott í skólastofunni. Ræðið hversu langan tíma það mun taka að ný fræ verði til.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=