Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

56 Aðferð 1. Hugarflug með nemendum um hvað fuglar éta: • Hvað éta fuglar? • Éta allir fuglar það sama? • Éta þeir eins mat allt árið? • Hvernig lifa fuglar af veturinn? • Getum við hjálpað fuglum sem búa hér allt árið að lifa veturinn af? • Geta fuglar étið það sama og við? • Getum við búið til mat fyrir fugla? • Hvaða matur er hættulegur fyrir fugla? (saltur, kryddaður, eitraður o.s.frv. jafnvel brauð getur verið vont í stórum skömmtum en það getur valdið næringarskorti). 2. Tveir nemendur vinna saman. Þeir velja sér einn fugl og finna upplýsingar um hann á netinu eða í bókum. Nemendur teikna mynd af fuglinum og skrifa niður hvað þeir lærðu um fuglinn. Nemendur kynna verkefnið fyrir hópnum. 2.7. Að búa til fuglafóður Nemendur rannsaka fugla og næringu þeirra. Skoða og ræða matarsóun heima og í skólanum. Nemendur búa til sitt eigið fuglafóður úr matar- afgöngum og setja það út yfir vetramánuðina. Árstíð: vetur Staður: skólastofa, skólalóð Tími: hálfur dagur í nokkur skipti Efni og áhöld: blómapottur mold ílát fyrir fuglafóðrið fræ (sólblómafræ, jarðhnetur (ekki saltaðar), korn, hirsi, hörfræ, maís) feiti Námsþættir: tjáning, málnotkun, samvinna, samfélagsfræði, umhverfismennt, rannsókn Hæfni: nemendur kynnast fuglum sem lifa í nágrenninu læra um matarsóun nota matarafganga og fræ til þess að búa til fuglafóður nota snjalltæki til þess að finna upplýsingar kynna verkefni fyrir hóp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=