Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

55 Scales Roots Flower bud Basal Stem 1. Nemendur skoða kort af Evrópu og finna Holland og Amsterdam. Skoðið myndir frá Hollandi og plöntum sem vaxa þar. 2. Skoðið túlipanalauk og skerið hann í tvennt. Skoðið laukinn með stækkunargleri. Skoðið myndina hér á síðunni og finnið nöfn á pörtum lauksins. Teiknið laukinn með blýanti. 3. Hver nemandi fær blómapott, mold og lauk. Sýnið nemendum hvernig á að gróðursetja laukinn. Hver nemandi setur lauk í sinn pott og merkir með sínu nafni. Ræðið hvað planta þarf til þess að vaxa. 4. Skoðið myndband af vexti túlipana. Ræðið af hverju túlipanar opnast á morgnana og lokast á kvöldin. Ræðið hvernig birtan breytist ásamt hitastigi og raka. 5. Mælið vöxt túlipanans vikulega með bandi. Límið bandið eftir hverja mælingu á blað og setjið dagsetninguna við. Þegar búið er að skrá í nokkrar vikur ræðið þið af hverju sumar plöntur vaxa hraðar og verða stærri en aðrar. 6. Skoðið mismunandi túlipana í görðum í nágrenninu og skoðið ólíkan lit þeirra, hver litur hefur sitt nafn. Af hverju eru túlipanar kallaðir vorboðar? Skrifið hugleiðingar og myndir á plakat og setjið upp á vegg. 7. Nemendur teikna túlípana með vatnslitum. Skrifið nöfnin á túlipönunum á myndina. Nemendur kynna myndina sína fyrir hópnum. 8. Þegar græn blöð eru komin upp úr moldinni, mega nemendur taka túlipanana með heim og leyfa þeim að vaxa þar. Þetta gæti verið góð gjöf t.d. á mæðra-, konu- eða bóndadegi. 9. Þegar túlipaninn fer að blómstra heima tekur nemandinn mynd af honum. Kennarinn fær myndirnar frá nemendum og allir skoða myndirnar saman. Lauk ög Stilkur ætur Blómakúpur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=