Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

54 2.6. Ræktun túlipana – vorboðinn ljúfi Skoða hvernig túlipanar vaxa frá lauk í blómstrandi blóm. Nemendur fræð- ast um Holland, land túlipananna, og fleira sem tengist túlipönum. Aðferð Segið nemendum sögu: „Sagan segir að í Hollandi fyrir um 400 árum tilbað fólk túlipana vegna fegurðar. Þeir voru mjög eftirsóttir og var hægt að græða mikinn pening á því að rækta og selja túlipanalauka. Túlipanategundin Semper Agustus var ein af dýrustu blómategundum sögunnar. Allir vildu eignast hana vegna fegurðar auk þess sem hún var mjög sjaldgæf. Árið 1937 kostaði einn laukur af Semper August 10.000 gullpeninga sem var sama verð og flott hús kostaði á besta stað í Amsterdam.“ Árstíð: haust til vors Staður: skólastofa Undirbúningur: gott að velja lauka sem blómstra snemma og geyma laukana í bréfpoka í kæli í 12 vikur áður en þeir eru settir í mold Efni og áhöld: mold blómapottar stækkunargler teikning af túlipanalauk myndband af vexti túlipana pappír blýantar og litir málband myndir eða myndbönd af túlipönum myndavél til þess að taka myndir heima Námsþættir: tjáning og málnotkun, umhverfisfræðsla, hreyfing, list og verkgreinakennsla Hæfni: nemendur þjálfast í að planta túlipanalaukum og hugsa um plöntu rannsaka og mæla læra að þekkja ólíka túlipana kynnast skapandi ferli þjálfa skrift þjálfa samvinnu og umræður þjálfast í að kynna verkefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=