Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

52 2.5. Unnið með moltu Búa til moltu innandyra með haugormum, læra um hringrás fæðu með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Árstíð: allar Staður: skólastofa Tími: eitt skólaár Efni og áhöld: myndavél plastbox (a.m.k. 40–60 lítrar) með loki og bakki undir ánamaðkar dagblöð bylgjupappír borvél stækkunargler tilraunaglas Námsþættir: náttúrufræði, umhverfisfræðsla Hæfni: nemendur fræðast um ánamaðka læra hvernig ánamaðkar hjálpa til við að breyta matarafgöngum í moltu læra um mikilvægi og hlutverk ánamaðka í náttúrunni Aðferð 1. Skoðið bækur eða leitið á netinu til þess að fræðast um ánamaðka (t.d. skoða þetta). 2. Setjið göt á botninn, hliðarnar og lokið á plastboxinu. Setjið dagblöð í botninn, mold yfir og að lokum setjið þið maðkana í moldina. 3. Gefið möðkunum reglulega matarleifar úr eldhúsinu eins og grænmeti, eggjaskurn, kaffikorg, te o.fl. Það má líka setja lauf, gras, pappír og bylgjupappa, eggjabakka. Forðist að gefa þeim mat eins og kjöt, fisk, korn og mjólkurvörur, sítrusávexti, lauk og hvítlauk. Ekki gefa þeim of mikið, þá er hætta á að flugur láti sjá sig. 4. Skráið niður ferlið (alla vega einu sinni í viku) og takið myndir reglulega. Skrifið niður hvenær þið gefið ánamöðkunum og takið mynd fyrir og eftir. Reynið að finna út hvaða mat þeim líkar best við. 5. Passið að moltan sé alltaf nægjanlega rök.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=