Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

49 Aðferð 1. Að rækta plöntur 1.1. Búið til lærdómsapp þar sem tengja á saman myndir af plöntuhlutum og nöfn á þeim (stilkur, lauf o.s.frv.). Notið appið hér fyrir neðan sem sniðmát. Dæmi um app (á eistnesku) Til að breyta appinu ýtið þið á hlekkinn Create similar App sem er neðarlega á síðunni. Einnig er hægt að láta nemendur klippa út mynd af plöntum (prentuð mynd, mynd úr blaði eða mynd sem nemendur teikna sjálfir), skrifa nöfn á plöntuhlutunum og tengja mynd og nafn. 1.2. Útvegið fræ (t.d. sólblóm, Marigold, Calendula) og skoðið með nemendum lögun þeirra, stærð, lit o.s.frv. Límið fræin á karton, skrifið nafn plöntunnar, teiknið mynd af henni og gerið stutta lýsingu á henni. 1.3. Sáið fræjum í mold í litlum potti eða bakka. 1.4. Þegar spírur stingast upp úr moldinni og plönturnar fara að vaxa þarf að setja þær í stærri pott. Ræðið af hverju þarf að setja plöntur í stærri pott. Ræðið tilgang og mikil- vægi plantna í okkar daglega lífi. 1.5. Skráið reglulega hvernig plönturnar vaxa og þroskast. Veljið eina plöntu af hverri tegund og mælið reglulega t.d. á tveggja vikna fresti. Mælið plöntuna með bandi í hvert skipti, límið bandið á blað og skrifið hvenær það var mælt. Þannig er hægt að fylgjast með vexti plöntunnar. 1.6. Ef aðstæður leyfa má setja plönturnar út í garð og fylgjast með vexti þeirra þar. Nemendur geta tekið blóm eða kryddjurtir með sér heim þegar farið er í sumarfrí. 2. Kynning á skordýrum 2.1. Búið til hugarkort: Hvaða skordýr þekkið þið? Stafið nöfn þeirra og skrifið þau niður á töflu. Ræðið hvort skordýr hjálpi, skaði eða hafi engin áhrif á plöntur. 2.2. Segið frá skordýrum sem hjálpa plöntum eins og fiðrildum, blaðlúsum, bjöllum, býflugum o.s.frv. Gerið hugarkort: Hvað vitið þið um skordýr? Bætið við upplýsingum með því að skoða bækur um skordýr eða fá upplýsingar á netinu. 2.3. Búið til lærdómsapp þar sem nemendur tengja saman líkamshluta skordýrs og nöfn þeirra (höfuð, fætur, vængir o.s.frv.). Einnig er hægt að klippa út mynd af plöntum (mynd úr blaði eða sem nemendur teikna sjálfir) og skrifa nöfnin á plöntuhlutunum og tengja mynd og nafn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=