Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

48 koma fyrst upp úr moldinni. Takið mynd og skráið þegar plönturnar spíra. Ræðið hvers vegna þær vaxa mishratt. 3. Að lokum er allt vaxtarferli plöntunnar skoðað með því að kíkja á myndirnar sem voru teikn- aðar á tímabilinu. Ræðið breytingarnar sem urðu á meðan verkefnið var í gangi. Hvaða breytingar urðu á græna svæðinu eftir árstímum og hvernig þroskuðust plönturnar sem voru gróðursettar inni í skólastofunni? Hvaða áhrif hafa ólíkar aðstæður á vöxt plantna og hver er munurinn á plöntum sem voru gróðursettar inni eða úti? Hvernig getum við notað plönt- urnar? 2.4. Blóm og skordýr Nemendur læra um plöntur og skordýr með fjölbreyttum aðferðum. Árstíð: allar Staður: skólastofa og skólalóð eða náttúrusvæði í nágrenninu Tími: Einn til tveir mánuðir Efni og áhöld: fræ pappír lím merkipennar blómapottar mold smarttafla eða annars konar tafla skæri garn grisja saga E. Carle the very hungry caterpillar Monkey Jam eða svipuð öpp litaður pappír, límband sem límir báðum megin, party blowout steinar, svört og rauð akríl málning Námsþættir: tjáning og tungumál, umhverfismennt, stærðfræði, hreyfing, list- og verkgreinar Hæfni: nemendur kynnast þróun frá fræi til plöntu, fylgjast með vexti og þroska plöntunnar læra nöfn á plöntuhlutum skoða hvernig skordýr og plöntur vinna saman afla sér þekkingar um fiðrildi, bjöllur, humlur, hunangsflugur og blaðlýs læra um lífsferil fiðrildis og skoða hvað þau borða

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=