Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

47 2.3. Síbreytileg náttúra Árstíð: frá hausti til vors Staður: skólalóð, garður í nágrenni, skólastofa Tími: tvær kennslustundir á mánuði á meðan á verkefninu stendur Efni og áhöld: myndavél skjávarpi blómapottar merkispjöld mold laukar Námsþættir: náttúrufræði, umhverfisfræðsla Hæfni: nemendur kynnast því hvernig plöntur dafna frá hausti fram á vor skoða hvaða plöntur lifa veturinn af skoða hvaða plöntur koma fyrst upp úr moldinni læra hvað planta þarf til þess að vaxa og dafna Aðferð 1. Farið í reglulegar gönguferðir á grænt svæði í nágrenni skólans. Fylgist með hvernig svæðið breytist eftir árstíðum. Gott að fara í gönguferð aðra hverja viku, þá sést vel hvernig gróðurinn breytist og þróast. Takið myndir og skoðið á skjá í skólastofunni. Ræðið það sem þið sáuð í ferðinni. Hvers konar plöntur voru þar? Hvaða liti sáuð þið? Voru plönturnar ungar eða þrosk- aðar? Takið saman niðurstöður t.d. geta nemendur teiknað myndir eða gert líkan af breyting- unum. 2. Nemendur gróðursetja haustlauka, vorlauka eða annars konar lauka eins og hvítlauk, rauð- lauk, skalottlauk. Plastflaska skorin í tvennt er tilvalinn blómapottur. Gróðursetjið laukana bæði inni og úti. Fylgist með hvernig plönturnar vaxa og þroskast. Skráið niður þegar plönturnar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=