Lifandi náttúra - Lífbreytileiki á tækniöld

46 Aðrir möguleikar 1. Kannið mismunandi jarðveg og athugið hvaða áhrif það hefur á vöxt plöntunnar. Hægt er t.d. að prófa mold sem er keypt, moltumold og frjóvgaða mold sem er bætt með t.d. hæsnaskít. Nemendur skoða moldina, áferð, lykt og lit. Notið smásjá til að skoða hana betur. Sáið fræi í ólíkar moldartegundir og skráið hvort það sé einhver munur. Hvaða mold er best til þess að rækta mat? 2. Rannsakið mun á milli frætegunda, sáið nokkrum tegundum í pott og merkið. Skráið niður ferlið, t.d. muninn á því hversu hratt plantan vex. Ræðið af hverju þessi munur er.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=